VERTU MEÐ
Back to Main Blog

Ferlar eða frelsi?

Jul 18, 2025
 

https://ferlar-ea-frelsi-jafnvgi-390gupt.gamma.site/

Við skulum vera heiðarleg: Það er ekkert sérstaklega spennandi við orðið „ferli“. Það hljómar eins og Excel-skrá með 87 reitum, fundur með helling af kössum og pílum eða einhver sem segir „Við höfum alltaf gert þetta svona.“ 😴

En frelsi? Það hljómar miklu betur! Við viljum sveigjanleika, sjálfstæði, sköpun og nýsköpun. Við viljum space – ekki standard operating procedure.

Og hér kemur þessi leiðinlega (en dásamlega) staðreynd: Við þurfum bæði.


🤯 Þegar ferlar vantar…

…þá verður allt óskýrt:

  • Enginn veit hvernig hlutir eru vanalega gerðir

  • Fólk finnur upp hjólið aftur og aftur

  • Ábyrgð hverfur út í móðuna

  • Og jú, stressið byrjar að læðast að 🧠

Óljós verkefni og tilgangsleysi eru ekki bara pirrandi – þau eru raunverulegir streituvaldar samkvæmt rannsóknum á vinnustöðum. (Sjá t.d. Job Demand-Control líkanið eða Psychological Safety hugtakið).


🧱 Þegar ferlar taka yfir allt…

…þá hverfur gleðin:

  • „Það má ekki – þetta er ekki í verklagsreglunni.“

  • „Við verðum að fylla út formið.“

  • „Þetta hefur alltaf verið svona.“

Þá fáum við kerfi sem kæfa frumkvæði og láta fólk líða eins og tannhjóli – ekki eins og manneskju með innsæi og hæfileika.


⚖️ Lausnin? Rammi með rými

Við þurfum ekki annaðhvort frelsi eða ferla. Við þurfum ferla sem skapa frelsi.

  • Skýrir ferlar hjálpa fólki að vita hvert það á að stefna

  • Og þá getur það tekið betri ákvarðanir – og jafnvel brotið reglurnar með tilgangi 😉

  • Þegar ábyrgð og flæði eru skýr, getur fólk verið skapandi og sjálfstætt – innan ramma sem styður það.

„Order is not the enemy of creativity – it’s the platform for it.“ – Brené Brown


👯‍♀️ Gott verklag + frelsi = draumateymi

✔️ Skilgreind hlutverk = minna drama og meiri ábyrgð
✔️ Sameiginleg ferli = minna rugl og meiri yfirsýn
✔️ Frelsi innan ramma = meira sjálfstraust, frumkvæði og þjónusta sem gleður

Þetta er ekki annaðhvort eða – þetta er bæði og.


🤔 Hvað finnst þér?

Ert þú meira ferlatýpan eða frelsistýpan?
Hvernig væri vinnustaðurinn þinn ef gott jafnvægi væri ríkjandi fyrir bæði?

Deildu pælingum – og ef þú ert með reglur sem enginn skilur eða frelsi sem veldur kaosi… þá gæti Afburðakerfið verið rétti staðurinn til að byrja. 😄

 

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Cras sed sapien quam. Sed dapibus est id enim facilisis, at posuere turpis adipiscing. Quisque sit amet dui dui.

Call To Action

Stay connected with news and updates!

Join our mailing list to receive the latest news and updates from our team.
Don't worry, your information will not be shared.

We hate SPAM. We will never sell your information, for any reason.