VERTU MEÐ
Back to Main Blog

Er það gæðakerfið sem bjargar geðheilsunni?

Apr 23, 2025

Það er ekki oft sem fólk fær hjartsláttartruflanir af hamingju við orðin „gæðakerfi“ eða „verkferlar“. Þvert á móti.

Flestir hugsa um:
🗂 skjalavistun

📑 skriffinnsku
🧩 glærur með ALLT OF mörgum kössum og pílum
🥱 og smá örmögnun í mixinu.

En málið er: þegar hlutir eru vel gerðir, þá virkar þetta. Og meira en það – það dregur úr streitu! 💟


😬 Þegar enginn veit neitt…

… þá ertu lent(ur) í óreiðunni. Þar sem allir eru að vinna allt – og ekkert – og helst átti þetta að skila sér í gær.

Kannastu við eitthvað af þessu?

  • Enginn veit nákvæmlega hver á að gera hvað

  • Allir gera sitt besta, en verkefnin rekast á

  • Einhver öskrar á Teams (í CAPS LOCK)

  • Duglega fólkið gerir allt – og hverfur svo í kulnun 😩

Það sem virðist „frelsi“ getur snúist upp í stjórnleysi.
👉 Og stjórnleysi er streituvaki númer eitt í vinnunni.


✅ Gæðakerfi = ró í röð og reglu

Gott gæðakerfi er ekki bara til að „standast ISO staðla“ eða skreyta skjöl með logo.
Það er leið til að:
🔹 Skýra hver ber ábyrgð á hverju
🔹 Gera ferla sýnilega (ekki bara geymda í hausnum á einum sem er aldrei í vinnunni á mánudögum)
🔹 Gefa fólki öryggi í ákvörðunum – því allir vita hvernig hlutirnir eru gerðir hér
🔹 Dreifa ábyrgð og gefa fólki eignarhald á eigin starfi og þjónustu
🔹 Halda utan um rútínur og umbætur

📉 Þegar þetta er skýrt, losnar fólk undan óvissu – sem er vísun á óhamingju í taugakerfinu. Það dregur úr fundaflækju, misskilningi og tilfinningunni að maður sé alltaf „að giska“.


🎭 Skýr hlutverk = minna drama

Ef enginn veit hvort þú eigir að vinna verkefni X eða bara „hjálpa til ef þú nennir“…
þá ferðu að:

  • Reyna að þóknast öllum (burnout, anyone? 🫡)

  • Finna til sektarkenndar ef þú segir nei

  • Sleppa að gera neitt – af ótta við að gera „vitlaust“

En þegar hlutverk og ábyrgð eru skýr:

  • Getur fólk tekið ábyrgð með sjálfstrausti

  • Er hægt að deila álagi sanngjarnt

  • Hættir fólk að hlaupa á veggi (og hvort á annað)


🔬 Og já – þetta er vísindalegt!

Rannsóknir sýna að það sem eykur vellíðan og minnkar streitu í vinnu er m.a.:

  • Skýrleiki í væntingum

  • Sanngirni í ábyrgð

  • Skilningur á tilgangi vinnunnar

📚 (Þetta kemur úr rannsóknum um framúrskarandi fyrirtæki (ferlar og skýr rammi aftur og aftur og aftur og aftur sem er allt annað en micromanagement) Job Demand-Control líkaninu, Psychological Safety og öðrum nördalega góðum kenningum sem við getum talað meira um síðar… eða ekki 😉)


💌 Niðurstaðan?

Gæðakerfi og skýr hlutverk eru friðargæsluliðar vinnustaðarins.
Ekki kannski kynþokkafullir – en mjög traustir.

Og í alvöru:

Hvað er meira “velferð á vinnustað” en að vita hvað maður á að gera, með hverjum – og hvenær maður má segja nei? 😌

 

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Cras sed sapien quam. Sed dapibus est id enim facilisis, at posuere turpis adipiscing. Quisque sit amet dui dui.

Call To Action

Stay connected with news and updates!

Join our mailing list to receive the latest news and updates from our team.
Don't worry, your information will not be shared.

We hate SPAM. We will never sell your information, for any reason.